PMTO meðferðarmenntun

PMTO meðferðarmenntun er ætluð fagfólki sem sinnir meðferð fyrir foreldra barna með hegðunarerfiðleika. Kröfur eru gerðar um að þátttakendur hafi lokið framhaldsnámi á háskólastigi. Þátttakendur í PMTO meðferðarmenntun sækja ákveðinn fjölda námskeiðsdaga og vinna þess á milli með fjölskyldur undir handleiðslu. Meðferðarviðtölin eru tekin upp á myndbönd og handleiðsla veitt. Hver þátttakandi þarf að lágmarki að vinna með fimm fjölskyldur (þrjár æfingafjölskyldur og tvær prófafjölskyldur) auk smærri æfingaverkefna og lýkur meðferðarmenntun með viðurkenndu prófi af sérfræðingum í aðferðinni í Eugene í Oregon í Bandaríkjunum. Námið veitir viðkomandi réttindi til að stunda PMTO meðferð og fjölmargar fjölskyldur frá stofnuninni fá þjónustu á námstímanum.
Gert er ráð fyrir að þjálfunin taki u.þ.b. tvö ár. Þjálfunin felst í 18 námskeiðsdögum, sem dreifast yfir fyrra árið. Handleiðsla er regluleg allt tímabilið, a.m.k. mánaðarlega. Námskeiðsdagar fara fram hjá PMTO-FORELDRAFÆRNI og handleiðslan ýmist hjá handleiðara eða á vinnustað þátttakenda (einkum ef þeir eru nógu margir til að mynda handleiðsluhóp).
Til greina kemur að handleiðsla fyrir mögulega þátttakendur fari að einhverju leyti fram á stofnun viðkomandi meðferðaraðila eða tengdri stofnun undir stjórn PMTO meðferðaraðila, sem þegar hefur lokið námi í aðferðinni og fengið þjálfun í handleiðslutækni (eða fær handleiðsluþjálfun samhliða). Handleiðarar fá ávallt stuðning frá miðstöðinni. Í framhaldi af útskrift yrði svo til PMTO teymi á svæðinu, sem gerir stofnuninni kleift að nýta aðferðina á sem víðtækastan hátt og halda úti nokkuð sjálfstæðum handleiðsluhópi.

Í dag eru þrjú svæði með sjálfstæðan handleiðsluhóp; Reykjavík, Akureyri og Hafnarfjörður.

Nýr hópur fagfólks í PMTO meðferðarmenntun fer af stað í september 2016

Nánari upplýsingar um fyrirkomulag náms má finna hér, PMTO 2016

PMTO meðferðarmenntun umsóknareyðublað 2016

Þjálfun í að veita PMTO hópmeðferð: Parenting Through Change

Back to Top
error: Content is protected !!