Miðstöðin hefur það hlutverk að innleiða aðferðina hér á landi og hafa yfirumsjón með öllum verkþáttum sem unnir eru undir merkjum PMTO-FORELDRAFÆRNI. Miðstöðin sinnir stuðningi fyrir fagfólk þeirra svæða landsins sem innleiða PMTO og sér til þess að viðhaldið sé hárri fylgni við aðferðina þar sem hún er stunduð.
 
Miðstöð PMTO-FORELDRAFÆRNI stendur að menntun PMTO meðferðaraðila hér á, landi og tryggir áframhaldandi handleiðslu meðferðaraðila eftir að meðferðarmenntun er lokið til að stuðla að viðvarandi hárri fylgni við aðferðina.
 
Á Íslandi er til staðar áreiðanlegt FIMP teymi (Fidelity of Implementation Rating System) sem skipað er PMTO fagfólki sem hefur hlotið sérstaka þjálfun til að meta fylgni meðferðaraðila við aðferðina út frá viðurkenndu greiningartæki FIMP (áhorfsmæling).
 
Miðstöðin hefur umsjón með rannsóknum á árangri aðferðarinnar á Íslandi og sér um þróun á PMTO fræðsluefni fyrir foreldra og fagfólk .
Back to Top
error: Content is protected !!