Starfsmenn miðstöðvar PMTO-FORELDRAFÆRNI

Edda Vikar Guðmundsdóttir, sálfræðingur og teymisstjóri
Netfang: edda@bvs.is
Sími: 530-2631
Sími: 782-3454

Edda Vikar Guðmundsdóttir er starfsmaður Miðstöðvar PMTO-FORELDRAFÆRNI og starfandi forstöðumaður þetta árið. Hún lauk embættisprófi í sálfræði árið 2004 og öðlaðist sérfræðiviðurkenningu innan uppeldissálfræði árið 2018. Edda hefur starfað hjá Miðstöðinni frá árinu 2005 og hefur víðtæka reynslu í PMTO meðferð, kennslu aðferðarinnar og handleiðslu. Hún heldur utan um FIMP teymi landsins og sér til þess að gagnasöfnun, sem tengd er ákveðnum þáttum innleiðingar, eigi sér stað. Edda er einnig í reglulegu samráði við PMTO svæðistjóra landsins með það að markmiði að þróa og samstilla verkferla sem auka aðgengi foreldra að PMTO þjónustu og viðhalda hárri fylgni meðferðaraðila við aðferðina.

Þuríður Sigurðardóttir, félagsráðgjafi og teymisstjóri
Sími: 530-2633

Þuríður Sigurðardóttir er félagsráðgjafi og kennari. Hún lauk PMTO meðferðarmenntun árið 2008 og var um nokkurra ára skeið verkefnastjóri PMTO á Akureyri. Þuríður situr í FIMP teymi Íslands. Hún hefur starfað sem félagsráðgjafi til margra ára, bæði í félagsþjónustu og barnavernd og starfar í dag sem verkefnisstjóri Fjölskyldumiðstöðvar í Breiðholti og verkefninu TINNU, sem ætlað er einstæðum foreldrum. Þuríður er í hlutastarfi hjá Miðstöðinni og sinnir einkum verkefnum sem tengjast SMT.

Arndís Þorsteinsdóttir, sálfræðingur og teymisstjóri
Sími: 530-2633

Arndís lauk embættisprófi í sálfræði árið 1988 og hlaut sérfræðiviðurkenningu í barnasálfræði árið 2000. Hún lauk PMTO meðferðarnámi árið 2008 og hefur síðan öðlast víðtæka þjálfun og reynslu í PMTO meðferð, handleiðslu og kennslu. Arndís er svæðisstjóri PMTO úrræðisins hjá Reykjavíkurborg og situr einnig í FIMP teymi Íslands. Arndís er í hlutastarfi hjá Miðstöðinni þar sem hún kemur m.a. að heimasíðu, handleiðslu nema, kennslu í meðferðarnámi og skipulagi sérþjálfunar sem meðferðaraðilar geta öðlast að námi loknu.

Heiða Hraunberg Þorleifsdóttir félagsráðgjafi

heidahraunberg@bvs.is

                        

Heiða er félagsráðgjafi og leikskólakennari. Hún lauk leikskólakennaranámi árið 2001, félagsráðgjöf til starfsréttinda árið 2013 og PMTO meðferðanámi vorið 2016. Hefur starfað sem félagráðgjafi í fjölskyldumálum hjá Þjónustumiðstöð Vesturbæjar Miðborgar og Hlíða hjá Reykjavíkurborg frá árinu 2013 og einnig sem PMTO meðferðaraðili frá árinu 2016. Heiða er í tímabundnu hlutastarfi hjá Miðstöðinni.

Back to Top
error: Content is protected !!