Fræðslan fer fram þann 27. október í Rúgbrauðsgerðinni, Reykjavík. Meðal efnis er erindi á skype frá frændum okkar í Noregi um innleiðingu PALS, árangur og leiðir til að viðhalda virkni og áhuga til lengri tíma. Boðið verður upp á vinnustofur þar sem fjallað veðrur um leiðir til að takast á við mótþróa í kerfinu og um gildi þess að halda fylgni (fidelity) við aðferðina samhliða því að vera skapandi í starfi. Svo verða áhugaverðar kynningar frá SMT leik- og grunnskólum þar sem sagt verður frá nýjum útfærslum og fjallað um árangur einstaka verkþátta.
Foringjar og fyrirliðar – nú gefst tækifæri til að fræðast, njóta og deila reynslu með SMT fagfólki á Íslandi.
SMT fræðsludagur fyrir leik- og grunnskóla á Íslandi
Barnaverndarstofa | Miðstöð PMTO-FORELDRAFÆRNI |
Borgartúni 21 | 105 Reykjavík | Sími 530 2600 | Bréfsími 530 6201